Fara beint í efnið

Ísland.is

Skráning á NHO24 hafin!

Fyrir þá sem ætla að ná lengra með gervigreind. 15. maí. Hilton Reykjavík Nordica

Nýsköpunardagur hins opinbera 2024 (NHO24)

Stafræn sveitarfélög í samstarfi við Ríkiskaup halda sameiginlega vorráðstefnu um opinbera nýsköpun.

Dagur: 15. maí (heilsdags viðburður)
Staður: Hilton Reykjavik Nordica
Viðfangsefni: Hið opinbera x Gervigreind
Skráning: Hér

Þessi viðburður er hluti af Iceland Innovation Week


Viðburður fyrir opinbera kaupendur sem ætla að ná lengra með gervigreind

Erindum á NHO24 er ætlað að veita opinberum kaupendum innblástur og hvetja til markvissrar hagnýtingar lausna sem byggja á gervigreind til að efla opinbera þjónustu.


Dagskrá fyrir hádegi: Opinber hagnýting gervigreindar

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Fundarstjóri
Setning

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Opnunar ávarp

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gegnt embætti ráðherra Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála frá nóvember 2021. Áslaug er ötull talsmaður tækniþróunar og nýsköpunar á Íslandi og hefur unnið að framþróun aðgerðaráætlunar í gervigreind ásamt öðrum stefnum tengdum gagnahögun ríkisins. Hún mun í opnunarávarpi sínu fjalla um mikilvægi þessara þátta og hvernig þau geta stuðlað að bættri þjónustu og aukinni skilvirkni í stjórnsýslunni.

Niall McDonagh

Google
Director Public Sector Google Cloud EMEA

Niall McDonagh gegnir stöðu forstjóra opinbera geirans hjá Google Cloud EMEA. Áður en hann gekk til liðs við Google, vann Niall í yfir sextán ár hjá Microsoft þar sem hann hafði umsjón með skýjalausnum fyrir opinbera geirann, með sérstaka áherslu á heilbrigðisþjónustu og menntun. Hann hefur djúpa þekkingu og skilning á mikilvægi gervigreindar fyrir umbreytingu og nýsköpun í opinberri þjónustu, sem mun vera í brennidepli í erindi hans á ráðstefnunni.

Oliver Desquesses

Microsoft
GM Public sector, Western Europe

Oliver Desquesses starfar sem almennur stjórnandi fyrir opinbera geira hjá Microsoft í Vestur-Evrópu. Áður en Oliver hóf störf hjá Microsoft, gegndi hann stöðu yfirmanns opinbera geirans fyrir EMEA hjá Google Cloud, þar sem hann stýrði vaxtarstefnu skýjalausna í heilbrigðis- og menntageiranum. Hann hefur jafnframt haft umsjón með opinbera geiranum í Suður-Evrópu, Mið-Austurlöndum og Benelux-löndunum fyrir Google. Oliver mun í sinni kynningu á ráðstefnunni leggja áherslu á hvernig samþætting gervigreindar við skýjalausnir getur skilað verulegum framförum í þjónustu við almenning.

Fredric Wall

Nvidia
Senior Director for Enterprise AI in EMEA

Fredric Wall er Enterprise AI Senior Director fyrir EMEA svæðið hjá NVIDIA, þar sem hann leiðir viðskiptaþróun fyrirtækisins.Áður en hann tók við núverandi hlutverki sínu, gegndi Fredric stöðu sölustjóra fyrir Suður-EMEA, þar sem hann starfaði með svæðisbundnum teymum að nýsköpun, þekkingu og aðlögun að stórum mörkuðum, og stýrði einnig fyrirtækjalausnum í Norðurlöndum og Benelux-löndunum. Fredric mun í sinni kynningu leggja áherslur á að byggja upp “compute” innviði til að styðja við innleiðingu á gervigreindarlausnum. Hann mun einnig veita innsýn í hvernig stofnanir geta nýtt sér háþróaða tölvuvinnslu og gagnamiðstöðvar til að knýja fram umbætur og skilvirkni í opinberri þjónustu.

Pallborðsumræður

  • Niall McDonagh (Director Public Sector Google Cloud EMEA)

  • Oliver Desquesses (Microsoft GM Public sector, Western Europe)

  • Heiða Björg Hilmisdóttir (formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga)

  • Lilja D. Alfreðsdóttir (menningar- og viðskiptaráðherra)

Kaffihlé

Linda Heimsdóttir

Miðeind | OpenAI
Framkvæmdastjóri Miðeindar hjá OpenAI

Linda er í fararbroddi á Íslandi hvað varðar þróun og hagnýtingu gervigreindar og mun ræða tækifæri sem gervigreind býður upp á í þágu almannahagsmuna.

Benedikt Geir Jóhannesson

Skatturinn
Deildarstjóri gagnavísinda

Sviðsstjóri gagnavísinda hjá Skattinum. Benedikt hefur unnið að því að innleiða gervigreind í skattkerfinu til að auka réttlæti og skilvirkni, og mun hann fjalla um hagnýtingu slíkrar tækni í opinberri stjórnsýslu.

Gunnar Haukur Stefánsson

Ríkislögreglustjóri
Deildarstjóri hugbúnaðarþróunar

Deildarstjóri hugbúnaðarþróunar hjá Ríkislögreglustjóranum. Gunnar Haukur er forystumaður í notkun gervigreindar í öryggismálum og mun hann útskýra mikilvægi tækninnar í löggæslu og þá sérstaklega í nýju appi sem hefur verið í þróun hjá þeim.

Adeline Tracz

Landspítalinn
Leiðtogi umbreytinga og nýsköpunar

Leiðtogi umbreytinga og nýsköpunar á Landspítalanum. Adeline hefur beitt gervigreind til að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu, auka gæði umönnunar og skilvirkni.

Sverrir Geirdal

European Digital Innovation Hub & National competence center for HPC & AI
Viðskiptastjóri

Viðskiptastjóri hjá European Digital Innovation Hub & National competence center for HPC & AI. Sverrir deilir þekkingu sinni á hvernig hægt er að nota háþróaða tækni og gervigreind til að efla rannsóknir og þróun á sviði heilbrigðis og iðnaðar.

Dagskrá eftir hádegi:

Stafræn sveitarfélög

Opnun

Heiða Björg Hilmisdóttir

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Stafræn sveitarfélög - ein heild sem vinnur í takt

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Fjóla María Ágústsdóttir

Formaður stafræns ráðs sveitarfélga

Leiðtogi stafrænna sveitarfélaga

Stafrænt Ísland og samvinna við sveitarfélög

Birna Íris Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands

Umsóknarkerfi Ísland.is og miðlæg móttaka umsókna

Valdís Eyjólfsdóttir

Harpa Sólbjört Másdóttir

Björgvin Sigurðsson

Verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað

Upplýsingastjóri hjá Akraneskaupstað

Verkefna- og vörustjóri hjá stafrænum sveitarfélögum

Stafræn byggingarleyfi

Baldur Kristjánsson

Auður Æ. Sveinsdóttir

Kolibri

Verkefnastjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Nýsköpun innan sveitarfélags

Sif Sturludóttir

Stafrænn leiðtogi Mosfellsbæjar

Stafræn sveitarfélög og gervigreindin

Hrund Valgeirsdóttir

Verkefnastjóri hjá Stafrænum sveitarfélögum

Kaffihlé

Stafræn bókasöfn

Ingimar Þór Friðriksson

Forstöðumaður UT deildar Kópavogs bæjar

Power Automate vinna hjá sveitarfélagi

Birgir Lúðvíksson

Stafrænn leiðtogi hjá Reykjavíkurborg

Gagnaárásir - hvernig undirbúum við okkur

Nánar síðar

Nýsköpunarverðlaun hins opinbera 2024

Loka ávarp og fundarslit

Nánar síðar


  • Takmarkað sætaframboð

  • Verð á Nordica (matur og drykkir innifalið): 8.900 kr.

  • Verð í streymi: 2.900 kr.

Skráning á vef Stafrænna sveitarfélaga

NHO23

Nýsköpunardagur hins opinbera 2023

Nýsköpunardagur hins opinbera 2023
Þriðjudaginn 23. maí kl. 9:00-13:00
Veröld – hús Vigdísar (Auðarsalur) og í streymi
Þema: „Nýsköpun í opinberum sparnaði“

Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri.

Sprota- og nýskapandi fyrirtæki verða í aðalhlutverki með kynningum á nýjum og spennandi sparnaðarlausnum ásamt mikilvægum fróðleik um opinber innkaup á nýsköpun.

Í kjölfar kynninga gefst færi á tengslamyndun milli fyrirtækja og opinberra aðila til að ræða leiðir að bættri þjónustu og aukinni skilvirkni í opinberum rekstri.

Dagskrá

Léttar veitingar og kaffi fyrir þau sem mæta snemma og kaffihlé kl.10:15. Beint streymi verður í boði frá viðburðinum. Streymishlekkur verður sendur í tölvupósti á degi viðburðar.

Fullbókað er í salinn. Hægt er að fylgjast með viðburðinum í streymi.

Upptaka frá NHO23

NHO23 dagskrá
Nýsköpunarmót 29.11.

Upptaka frá Nýsköpunarmóti 29. nóvember

Nýsköpunarmót var haldið þann 29. nóvember sl. fyrir fullum sal áhugasamra kaupenda og seljenda um nýsköpun í opinberum rekstri.

Upptaka

Dæmi um áskoranir sem hafa borist

Vettvangur áskorana og lausna

Með því að smella á hlekkinn hér að neðan er hægt að skoða áskoranir opinberra aðila. Ef þitt fyrirtæki er með tillögu að lausn er hægt að bóka kynningarfund með réttum aðila.

Áskoranir opinberra aðila

Tölum saman

Sækja um kynningarpláss á NHO24

Ert þú með hugmynd að áskorun?

Sendur inn þína hugmynd að áskorun hins opinbera. Hver sem er getur sent inn áskorun og Ríkiskaup mun aðstoða við að koma henni á framfæri.

Senda inn áskorun

Ert þú með nýskapandi lausn fyrir opinbera aðila?

Við leitum að nýskapandi lausnum sem auðvelda opinberum aðilum að auka skilvirkni í starfsemi og bæta þjónustu. Ef þitt fyrirtæki vill koma sinni lausn á framfæri á vefnum er hægt að senda inn upplýsingar um lausnina hér og sérfræðingur Ríkiskaupa mun aðstoða við að birta hana á vefnum.

Skráning á NHO24

Ekki missa af neinu!

Ef þú vilt frétta af nýjum áskorunum og viðburðum um opinbera nýsköpun skaltu skrá þig á póstlista Nýsköpunarmótsins.

Póstlisti

Stuðla að opinberum innkaupum á nýsköpun

Tilgangur Nýsköpunarmótsins er að efla vitund um opinbera nýsköpun, auka gagnsæi milli hins opinbera og markaðarins og stuðla þannig að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun.